Vikuna 19-22 mars verður Ísrör með múffu kynningu og almenna vörukynningu í húsnæði sínu að Hringhellu 12 í Hafnarfirði og í áhaldahúsi Norðurorku á Rángárvöllum á Akureyri.
Tveir fulltrúar frá Logstor í Danmörku koma, þeir Christian Jørgensen og Henrik Tomsen. Farið verður yfir eiginleika krossbundins efnis og sitt lítið annað varðandi hitaveituefni.
Farið verður í frágang á þremur tegundum af krossbundnum múffum frá Logstor með sýnikennslu. Þær múffur sem farið verður í eru eftirfarandi:
SX: Frauðanleg múffa sem soðnir eru í tappar eftir frauðun
SXB: Múffa sem hægt er að beygja í 90° og er frauðanleg með soðnum töppum.
BX: Múffa sem krumpast yfir einangrunarskálar.
Öllum viðskiptavinum boðið að mæta og hafa með þér þá starfsmenn fyrirtækisins sem þeir vilja og verktaka sem eru eða verða í vinnu hjá þeim.
Ekki verður rukkað þátttökugjald á námskeiðið og verða veitingar í boði, ætti fólk ekki að þurfa að hafa með sér nesti, bara góða skapið :)