Múffur

BX herpimúffan er framleidd úr krossbundnu PE. Þessi framleiðsluaðferð gefur 2 til 3 sinnum meiri herpikraft en hefðbundnar PE múffur og helst hann áfram eftir herpingu, auk þess þolir hún mun meiri hita við herpingu án þess að skemmast. Á innanverðum endum herpihólksins er mastik og lím. Mastikið er rakaþétting og límið til að yfirfæra kraft. Lím er aldrei rakaþéttandi þar sem það leysist upp með tímanum komist að því raki.Herpihiti hólksins er valinn 110 til 130°C til að límið og mastikið sé örugglega orðið virkt þegar hætt er að herpa. Ytri lögun BX múffunnar gefur til kynna hvenær hún er fullherpt.
BX múffan er fáanleg fyrir kápustærðir frá 90 til 630mm í þvermál. Vegna mikilla herpieiginleika múffunnar er hægt að nota hana tvær stærðir niður og hentar hún því vel sem breytimúffa á samsetningum á rörum með mismunandi kápuþvermál. Lengd er 780 eða 880mm.

BX múffunni fylgir forsteypt PUR einangrunarskál. Einnig fylgir rakavarnardúkur sem herpist og límist við einangrunarskálarnar og hlífðarkápu pexrörsins. BX múffan hefur tvöfalda rakaþétttingu.


FX herpimúffan er meðal annars ætluð til einangrunar á samskeytum pexröra. Hún er framleidd úr krossbundnu PE efni og hefur sömu eiginleika og BX múffan. Vegna mikilla herpieiginleika FX múffunnar er sama múffan notuð fyrir 77 – 110mm þvermál og önnur fyrir 125 – 160mm þvermál. Hún hentar því einnig vel sem breytimúffa. Henni fylgja mastik þéttiborðar til þéttingar á múffu- og kápuendum.
PUR forsteyptar einangrunarskálar með mjúkri einangrun að innanverðu eru afgreiddar sér. Mjúka einangrunin er til að taka við misfellum vegna tengistykkja svo ekki þurfi að skera úr einangrunarskálunum.

C2L herpimúffan er opin viðgerðarmúffa með tvöfaldri þéttingu fyrir kápu- og einangrunarskemmdir. Henni fylgja forsteyptar PUR einangrunarskálar. Hún er til í tveim lengdum og þvermáli frá 26/90 - 273/400mm.

SX herpimúffan er fyrir freyðingu. Endar hennar eru úr krossbundnu PE efni og mastik og lím á innanverðum endum. Hún er 500mm löng og til í 90 – 140mm að þvermáli.


        

ÍSRÖR ehf - s: 565-1489 - isror@isror.is - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður