Um okkur
Ísrör hefur þjónað orkuveitum og verktökum um land allt frá stofnun árið 1992 og boðið upp á vörur tengdum lagningu á heitu vatni og nú einnig bætt við vörum tengdum lagningu á köldu vatni. Helstu vöruflokkar eru foreinangruð pex- og stálrör ásamt tengiefni frá stærsta framleiðanda í heimi Logstor A/S. Bjóðum að auki upp á Haelok pressutengi og vélar til að tengja saman stál stálrör. Þá bjóðum við upp á varúðarborða og hlífðarborða til að varnar lögnum í skurðum. Boðið upp á handhægar sterkar og léttar jarðvegsmottur til að hlífa viðkvæmum verksvæðum og opnanleg hlífjarrör til að nota á vinnusvæðum til að verja lagnir þar sem aka þarf yfir á bílum og vinnuvélum. Okkar vinsælu gulu sveigjanlegu ídráttarrörin bjóðum við ávallt upp á og einnig klofnu tvöföldu ídráttarbarkana. Ísrör býður vandaða útiskápa úr galvaniseruðu stáli og duftlakkaða. Við höfum selt þessa skápa frá árinu 2002. Helstu tegundir eru Hitaveituskápar, dælu-lagna- og útiskápar, gasskápar og svo ljósleiðaraskápar. Nýlega bætti Ísrör við sig rörum og tengiefni fyrir lagningu á köldu vatni og eykur þannig enn meira þjónustu sína við okruveitu, vatnsveitu og verktaka. |
||||||||||
Endilega hafið samband
|
||||||||||
Við veitum ykkur alla þá þjónustu sem mögulegt er Við bjóðum eingöngu upp á gæða vörur Við miðlum til ykkar allri þeirri þekkingu sem við búum yfir |
||||||||||
Þjónustu – Gæði – Þekkingu, allt þetta færðu hjá Ísrör |